VESTMANNAEYJAR
Haf-Afl ehf hefur hug á að setja upp og reka nýja tækni ölduvirkjana við Vestmannaeyjar árið 2030 í þeim tilgangi að tryggja Vestmannaeyjum raforkuöryggi með ábyrgri nýtingu auðlindarinnar, verndun náttúrunnar, nýsköpun og uppbyggingu í raforkuiðnaði og atvinnuuppbyggingu að leiðarljósi.
01
GRUNNMAT
Grunnmat á orkuþörf og eftirspurn, könnun mögulegrar verðmætakeðju og bygging trausts viðskiptamódels ásamt mati á staðbundnum iðnaði, kortlagning grunnfjármögnunar og sköpun tengslanets í Vestmannaeyjum.
Framkvæmdarstigi lokið Q4 - 2023
02
FORRANNSÓKN
Hagkvæmniathugun, öflun gagna og leyfa um staðbundna ölduorku og virkjun viðskiptamódels, fjármögnun rannsókna með innlendum og erlendum styrkjum.
Áætlun 6 – 12 mánuðir Q2 - 2024
03
FORVERKEFNI
Verkefnafjármögnun (með innlendum og erlendum styrkjum ásamt grunnfjárfestum) og ítarleg hönnun virkjanasvæða, ásamt því að tryggja þau leyfi sem til þarf.
Áætlun 6 – 12 mánuðir Q1 - 2026
04
FRAMKVÆMD
Koma á staðbundinni verðmætakeðju fyrirtækja með því að innleiða nokkrar virkjunareiningar á svæðinu til að veita eyjamönnum græna orku.
Áætlun18 – 24 mánuðir Q2 - 2028
05
STÆKKUN OG FRAMLEIÐSLA
Fjölgun ölduorkuvera til að uppfylla orkuþörf Vestmannaeyja. Byggð á staðbundnum iðnaði- og verðmætasköpun í gegnum alla verðmætakeðjuna.
Áætlun 24-60 mánuðir Q1 - 2030