Haf-Afl hefur verið úthlutað tveimur mikilvægum styrkjum til frumhönnunar og hagkvæmnisathugunnar ölduvirkjana við Vestmannaeyjar. Styrkirnir eru frá Lóu – nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina að upphæð 10,7 millj. og Uppbyggingarsjóði Suðurlands að upphæð 2 millj.
Við teljum að þetta sé merki um trú á því sem við erum að gera og erum við hjá Haf-Afl stolt og þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt með styrkveitingunum.
Fyrir liggur mikið starf þar sem farið verður í hinar ýmsu rannsóknir með hagsmuna- og umsagnar aðilum. Og í því samhengi eru þessar styrkveitngar ómetanlegar á þessum tímapunkti verkefnisins.
Með þakklæti takk fyrir okkur.
Comments