
HUGSJÓN HAF-AFL
Til að ná þessum markmiðum þá hefur Haf-Afl skapað hugsjón sem einkennist af sanngirni, sjálfbærni og samvinnu. Þessari hugsjón mætum við meðal annars í gegnum eftirfarandi Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna:
#05. Jarfnrétti kynjana
Haf-Afl er í meirihluta eigu kvenna og meirihluta stjórnað af kvennfólki.
#07. Sjálfbær orka
Megin markmið fyrirtækisins er uppbygging staðbundinar orkuframleiðslu sem styrkir innviði samfélaga og eykur orkuöryggi.
#08. Góð atvinna og hagvöxtur
Slíkri uppbyggingu fylgir mikill fjöldi starfa sem krefjast sérþekkingar og afleiddra starfa sem eykur hagvöxt.
#09. Nýsköpun og uppbygging
Innleiðing ölduorku er ný og spennandi leið til að framleiða staðbundna orku, og teljum við að Íslandstrendur séu betur til verkefnisins fallnar en aðrir staðir í heiminum.
#10. Aukin jöfnuður
Í Haf-Afl er mikið lagt upp úr því að allir eiga jafnan rétt og jöfn tækifæri óháð kyni, kynhneigð, litarhafti eða trú. Launakerfi Haf-Afl byggir á jafnaðarlaunum allra starfsmanna, sömulaun óháð stöðu, kyni, kynhneigð, litarhafti eða trú.
#11. Sjálfbærar borgir og samfélög
Afskekt og köld svæði við Ísland eru sérstaklega viðkvæm þegar kemur að raforkuöryggi og er það ætlun Haf-Afl að styrkja þessi samfélög sérstaklega með staðbundinni orkuframleiðslu.
#12. Ábyrg neysla og framleiðsla
Haf-Afl einsetur sér að öll verkefni og rekstur skal miða að sátt og virðingu við náttúruna, og stuðla að sjálfbærri þróun samfélagsins.
#14. Líf í vatni
Allar framkvæmdir Haf-Afl eru með hag náttúru og dýralífs að leiðarljósi.







